Lög og reglugerðir

Lög Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði (FSKS)

(The Icelandic Association of Clinical Psychologists)

1.gr.

Félagið heitir Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2.gr.

Markmið félagsins eru:

  1. Að gæta hagsmuna sérfræðinga í klínískri sálfræði og kynna sérþekkingu þeirra og starfssvið.
  2. Að stuðla að og fylgjast með faglegri þróun í klínískri sálfræði.
  3. að styrkja samstarf og samheldni félagsmanna.

3.gr.

Skilyrði til þátttöku í félaginu er að viðkomandi hafi fengið samþykki nefndar um sérfræðileyfi sálfræðinga og hlotið viðurkenningu Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytisins í klíniskri sálfræði, eða í fötlunarsálfræði.

4.gr.

Stjórn félagsins skipa 3 menn, formaður, ritari og gjaldkeri, kosnir sérstaklega til 2ja ára í senn. Hlutverk formanns er að vera fundarstjóri á fundum félagsins og standa vörð um hagsmuni þess. Ritari heldur fundargerðir og gjaldkeri sér um fjármál. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi. (2000 fyrir árið 1998)

5.gr.

Félagið heldur stjórnarfundi og almenna félagafundi yfir vetrarmánuðina samkvæmt ákvörðun stjórnar. Aðalfundur skal haldinn að vori.

6.gr.

Verði félaginu slitið falla eignir þess til Sálfræðingafélags Íslands.

7.gr.

Lög þessi skulu endurskoðuð einu sinni á ári, á aðalfundi félagsins.

Samþykkt á aðalfundi  1998, með áorðnum breytingum.


Lög um heilbrigðisstarfsmenn má finna hér

Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi má finna hér

Upplýsingar og umsóknareyðublað um sérfræðileyfi í sálfræði má finna hér

Siðareglur sálfræðinga má finna hér

Skrá um rekstraraðila í heilbrigðisþjónustu er að finna hér (smelltu á “rekstraraðila” í textanum á síðunni til að sækja Excel skrá)