Fréttir

Félagsfundur FSKS 21. febrúar 2020

Næsti félagsfundur FSKS verður haldinn í Veröld – húsi Vigdísar, stofu 103, föstudaginn 21. febrúar, kl. 11:40-13:10. Til umræðu verða málefni félagsins.

Stofnun sálfræðiráðs Landspítala

Þann 2. desember 2019 var stofnað sálfræðiráð Landspítala. Ráðið starfar samkvæmt 13. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og heyrir beint undir forstjóra á sama hátt og læknaráð og hjúkrunarráð. Í stjórn sálfræðiráðs eru Jónas G. Halldórsson, formaður, Elsa Bára Traustadóttir, varaformaður, Berglind Brynjólfsdóttir, ritari, Brynhildur Scheving Thorsteinsson, Erla Björg Birgisdóttir, Haukur Örvar Pálmason og Pétur Tyrfingsson.