Fréttir

Fræðslufundur um mat á foreldra- og forsjárhæfni þriðjudaginn 25. júní

FSKS stendur fyrir fræðslufundi um sálfræðileg mælitæki við mat á foreldra- og forsjárhæfni þriðjudaginn 25. júní, 2019, kl. 18:00 í Veröld – Húsi Vigdísar, stofu 108. Fyrirlesari er Dr. Simon Kennedy, PhD, en hann hefur fjölþætta reynslu í þessum málaflokki. Aðgangur er ókeypis, en áhugasamir eru beðnir að tilkynna Jóni S. Karlssyni þátttöku – jon@persona.is

Fyrirlesturinn Af hverju er dauðinn tabú? mánudaginn 15. júlí

Dr. Fjóla Dögg Helgadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, stendur fyrir fræðslufundinum – Af hverju er dauðinn tabú? Fyrirlesarar eru sálfræðingarnir prófessor Ross Menzies, PhD, og Rachel Menzies, doktorsnemi, við Háskólann í Sidney í Ástralíu. Fræðslufundurinn verður í Veröld – Húsi Vigdísar, mánudaginn 15. júlí, 2019, kl. 12:00-13:00. Aðgangur er ókeypis, en hægt er tilkynna Fjólu Dögg – fjola@drfjola.com þátttöku. Einnig má mæta án skráningar.

Framhaldsaðalfundur FSKS í byrjun október 2019

Á aðalfundi FSKS 24. maí síðastliðinn var ákveðið að boða til framhaldsaðalfundar félagsins í byrjun október 2019. Núverandi stjórn félagsins mun þá láta af störfum. Óskað er eftir framboðum og tilnefningum um nýja stjórn.