Fréttir

Við erum mjög ánægð með að kynna til leiks Trudie Chalder, prófessor í hugrænni atferlismeðferð við King’s College London og South London og Maudsley NHS Trust. Hún mun halda tveggja daga vinnustofu fyrir sálfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði. Trudie er meðal annars þekkt fyrir þróun þreytukvarðans Chalder Fatigue Scale, sem hefur verið þýddur á íslensku. Hún hefur unnið í meira en 30 ár að rannsóknum og klínískri meðferð tengdri þrálátum líkamlegum einkennum hjá bæði unglingum og fullorðnum, auk þess að hafa sinnt kennslu og haldið vinnustofur víða um heim.

Þrálát líkamleg einkenni, sem ekki hafa alltaf þekktar orsakir en geta verið algeng í mörgum sjúkdómum, eru notuð sem regnhlífarhugtak fyrir fjölbreytt einkenni og heilkenni. Dæmi um þessi einkenni eru: Orkuleysi, þreyta, eymsli og verkir, langvarandi verkir, skjálfti, máttleysi, meltingarvandi, hjarta- og brjóstholsvandamál, svimi, óstöðugleiki og svefnvandi. Heilkenni sem tengjast þessum einkennum eru meðal annars síþreyta (chronic fatigue), vefjagigt (fibromyalgia), langvarandi verkir (chronic pain syndrome), spennuhöfuðverkur (tension-type headaches), starfræn taugaeinkenni (functional neurological disorder), langvinnar afleiðingar COVID-19 (long COVID), iðraólga (irritable bowel syndrome), óútskýrðir brjóstverkir (non-cardiac chest pain) og ofurnæmi fyrir hósta (cough hypersensitivity). Einkennin geta skarast og kvíði, þunglyndi og svefntruflanir eru oft til staðar.

Fólk með þrálát líkamleg einkenni metur lífsgæði sín verri vegna þeirra, þeim fylgja mikil notkun á heilbrigðisþjónustu og hár kostnaður. Það er því mikilvæg og stór áskorun fyrir heilbrigðisstarfsfólk að aðstoða fólk við að takast á við þrálát líkamleg einkenni.

Markmið vinnustofunnar er að:

  1. Lýsa ósérhæfðri (transdiagnostic) nálgun til að skilja og meðhöndla þrálát líkamleg einkenni.
  2. Gefa heilbrigðisstarfsfólki, bæði í fyrstu og annarri línu þjónustu, tækifæri til að æfa árangursríka íhlutun, byggða á HAM og ACT, fyrir fólk sem upplifir slík einkenni.

Um Trudie Chalder

Trudie Chalder is Professor of Cognitive Behavioural Psychotherapy at King’s College London and South London and Maudsley NHS Trust. She has worked as a clinician and a researcher around the area of persistent symptoms for over 30 years. She develops specific cognitive behavioural models for understanding and treating symptoms and associated disability. She evaluates the approaches within the context of randomised controlled trials in primary and secondary care. Her research involves investigating not only whether treatment works but how and for whom. Her work spans adolescents and adults. Since the start of the pandemic she has been involved in multi-disciplinary research and clinical approaches to post COVID conditions.

Trudie has published around 400 articles. She was the President of the British Association of Behavioural and Cognitive Psychotherapy (BABCP) and is an honorary Fellow of the BABCP.

Hagnýtar upplýsingar:

Tími: Miðvikudagur 7. maí og fimmtudagur 8. maí kl. 9:00-16:00.

Staður: Guðmundarlundur, Leiðarendi 1, 203 Kópavogur.

Þátttakendur: Sálfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn.

Þátttökugjald: 120.000 kr. (morgun- og síðdegiskaffi innifalið).

Greiðsluseðill verður sendur í heimabanka en greiða þarf fyrir 1. apríl til að halda plássinu.

Nánari upplýsingar: klinisksalfraedi@gmail.com og https://klinisk.is/

Skráning: Fer fram hér

Opinn fundur 31. október 2024 kl. 17:00

Upptökur frá fundinum:

https://drive.google.com/file/d/1N9SybcIC6Az251ARmAx_eivuFi8DDP51/view?usp=drive_link

https://drive.google.com/file/d/1cYB2WyfBzVPs8ai9ojUFOJnCJkbTbK6i/view?usp=drive_link

Prompt Mental Health Care (Rask psykisk helsehjelp) is the Norwegian adaptation of the English “Increasing Access to Psychological Therapies”. Both are innovative initiatives to improve access to primary care treatment for persons with symptoms of anxiety disorders, insomnia and mild‐to‐moderate depression. Key features to enable large‐scale roll‐out and ensure broad and prompt access, are the offering of more low‐intensity treatments (guided self‐help and psycho‐educative courses) and training of new therapists (1‐year training). The treatments are based on cognitive‐behavioral therapy. The service should supplement existing services, be free of charge, and without need for referral.

Studies has shown effects on symptoms of anxiety and depression compared to treatment as usual. Improvements observed at 6-month follow-up are maintained at 24- and 36-month follow-up.

Torkil Berge is a psychologist at Diakonhjemmet hospital in Oslo. He has written and edited several books on clinical health psychology in somatic illness, treatment of various forms of mental disorders and on the relationship between work and mental health. He has written self-help books about depression, anxiety, illness-related fatigue and long-term pain, irritable bowel syndrome and being able to live well with illness.

Torkil is the former leader of the Norwegian association of cognitive behavioral therapy, who has been in charge of the training program for Prompt  Mental Health Care. He will present the implementation of this new mental health service in Norway and discuss possible implications for health services in Iceland.

Dæmi um bækur eftir Torkil Berge en hann hefur einnig komið að fjölbreyttri fræðslu sem má sjá á vef norska HAM félagsins https://www.kognitiv.no/

Skorað á fjármálaráðherra – sept. 2024

Í september 2024 sendi stjórnin inn grein sem birtist á visi.is þar sem skorað var á fjármálaráðherra að standa við gefin loforð varðandi aðgengi að sálfræðiþjónustu. Inga Hrefna og Kristbjörg fóru svo í kjölfarið í viðtal á Rás 2 hjá RUV.

Aðalfundur 2024

Aðalfundur Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði verður haldinn föstudaginn 3. maí 2024 kl. 17:00

á Hótel Kríunesi, Kópavogsbæ við Elliðavatn. Kvöldverður hefst kl. 19 og greiða félagsmenn sjálfir fyrir hann að þessu sinni, makar eru áfram velkomnir. Fordrykkur í boði félagsins.

Vinsamlega skráið mætingu fyrir 1. maí hér: Skráning og látið vita þar ef það eru séróskir um matinn eða fæðuofnæmi/óþol.

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Ákvörðun félagsgjalds
  5. Lagabreytingar eru engar að þessu sinni
  6. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga
  7. Önnur mál

Í stjórn FSKS eru Inga Hrefna Jónsdóttir formaður, Haukur Haraldsson ritari, Kristbjörg Þórisdóttir gjaldkeri og Solveig Erna Jónsdóttir meðstjórnandi. Gjaldkeri og ritari voru kosnir í stjórn í fyrra til tveggja ára en kjósa þarf um formann og meðstjórnanda. Inga Hrefna formaður og Solveig Erna meðstjórnandi gefa báðar kost á sér áfram.

Eftir aðalfundinn mun Guðbrandur Árni Ísberg sérfræðingur í klínískri sálfræði vera með erindið:

Ástin – Ég vil að þú sért.

Kynning á ACT meðferð

Næsti félagsfundur verður fjarfundur á TEAMS 22. mars kl. 12:15 til 13:00. Félagi okkar í FSKS Rúnar Helgi Andrason sérfræðingur í klínískri sálfræði mun kynna fyrir okkur ACT-meðferð.

Afmælisfundur FSKS – 30 ára.

Kæru félagar. Við í stjórn FSKS þökkum ánægjulega samverustund í hádeginu og óskum okkur öllum til hamingju með afmælið 🥰 Sérstakar þakkir fær Eiríkur Örn fyrir erindið um sögu FSKS. Hér fylgja nokkrar myndir frá afmælisfundinum.

Fjarfundur félagsmanna í janúar

26. janúar kl. 12:15-13:00 var fjarfundur félagsmanna.

Gestur fundarins var Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands

Sérfræðinám í Noregi og Bretlandi

Upplýsingar frá Eiríki Erni:

„Meðfylgjandi eru upplýsingar um tilhögun náms í klínískri sálfræði í Noregi
og Englandi, sem ég þekki best til og get mælt með og fylgir tengil á
upplýsingar um slíkt nám frá breska sálfræðingfélaginu. Það er einnig gott
framhaldsnámi í Bandaríkjunum og Kanada og bandarískir háskólar veita
afbragðsnemendum góða styrki.
Eftirfarandi er lýsing á störfum sérfræðinga í klínískri sálfræði:“


Consultant Clinical Psychologists are highly trained and experienced
mental health professionals who provide expert assessment, diagnosis,
and treatment of a wide range of psychological problems and disorders.
They work in a variety of settings, including hospitals, clinics, private
practices, and community mental health centers.
Their role is to help individuals, couples, and families improve their
emotional, psychological, and behavioral well-being through evidence based interventions, such as cognitive-behavioral therapy,
psychotherapy, and other approaches. They are responsible for
conducting assessments and formulating diagnoses, developing and
implementing treatment plans, and monitoring progress to ensure that
interventions are effective.
Consultant Clinical Psychologists also play an important role in training
and supervising other mental health professionals, including therapists,
counselors, and social workers. They may also be involved in research,
helping to develop and evaluate new treatments and interventions for
mental health problems.
Overall, Consultant Clinical Psychologists are an essential part of the
mental health care system, providing expertise, guidance, and support to
help individuals and communities cope with a wide range of
psychological challenges and issues.

Fundir á vorönn 2024

Gleðilegt nýtt 30 ára afmælisár FSKS kæru félagar!

Það stefnir í spennandi dagskrá á vorönninni svo vinsamlega takið frá föstudagana:

26. janúar kl. 12:15-13:00 – fjarfundur

23. febrúar kl. 12:15-13:30 – afmælisfundur, staðsetning kemur síðar

22. mars 12:15 – 13:00 – fjarfundur

3. maí kl. 17:00 – aðalfundur, staðsetning kemur síðar

Bestu kveðjur frá stjórninni: Inga Hrefna, Kristbjörg, Solveig og Haukur.

Aðalfundur FSKS 2023

Aðalfundur 3. nóv. 2023 kl. 17:00 Nauthóli gengið inn um dyrnar vinstra megin

Kl. 18:00 mun dr. Tómas Kristjánsson sálfræðingur fjalla um sjálfsvíg og sjálfsvígsforvarnir 

Kl. 19:00 hefst borðhald með fordrykk

Nautnaseggurinn

• Hörpuskel með blómkálsmauki, mangó salsa,

klettasalati og humargljáa.

• Nautalund wellington ásamt steiktu smælki, ristuðu

rótargrænmeti, spergilkáli og perlulauk. Borin fram

með rauðvíns-soðgljáa og bernaisesósu.

• Panna cotta með hvítu súkkulaði, saltkaramellu,

mangó-ástaraldin og saltkaramellu- og súkkulaðiís.

Vinnustofa um sérfræðiviðurkenninguna

Umræða um sérfræðiviðurkenningu sálfræðinga hefur ávallt verið sálfræðingum hugleikinn. Ný reglugerð um sérfræðiviðurkenningu tók alfarið gildi 1. janúar 2018 og er nú komin nokkur reynsla varðandi hana. Í samræðum sálfræðinga er oft verið að ræða kosti og galla reglugerðarinnar og ekki síður í hvaða farvegi menntunarmöguleikar til sérfræðiviðurkenningar eru í boði. Sitt sýnist hverjum og því hefur verið ákveðið í samráði með Félagi sérfræðinga í klínískri sálfræði og hvatningu frá Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík að halda vinnustofu um sérfræðiviðurkenninguna. Hún fer fram föstudaginn 9. júní frá kl. 9:00 til 12:00/13:00 í Borgartúni 6, 4ðu hæð. Guðrún Ragnarsdóttir hjá Strategíu mun stýra vinnustofunni.

Markmið með vinnustofunni er að sálfræðistéttin eigi samtal um hvernig við viljum hafa sérfræðiviðurkenninguna og að hægt sé að búa til ramma og/eða stefnu í þessum málum fyrir hönd sálfræðinga. Takmarkaður fjöldi verður þó á vinnustofunni og verður upplýst frekar um það síðar.

Við teljum mikilvægt að fá sem breiðustu þátttöku til að sem flest sjónarmið komi fram. Óskum við eftir því að þeir sem hafa áhuga á þessu verkefni setji sig í samband við Sálfræðingafélag Íslands (tryggvi@sal.is) eða Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði (klinisksalfraedi@gmail.com).

Með kveðju, 

Tryggvi Guðjón Ingason
Formaður Sálfræðingafélags Íslands

Félagsfundur FSKS

var haldinn miðvikudaginn 22. mars 2023 kl 16:30 í samkomusalnum á LSH-Kleppi.

Á fundinum kynnti Dr. Berglind Gudmundsdottir sérfræðingur í klínískri sálfræði og yfirsálfræðingur LSH nýjar stöður sérfræðinga í sálfræðiþjónustu LSH. Það er sérstök ástæða til að óska Berglindi og hennar fólki á LSH til hamingju með þennan langþráða áfanga sem er afar mikilvægur. Einnig er ástæða til að þakka þeim sem hafa unnið að þessum áfanga um langt skeið. Það er mikilvægt stefnumál FSKS að skapaðar verði stöður sérfræðinga á sem flestum stofnunum í náinni framtíð.

Að auki fóru Kristbjörg Þórisdóttir og Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir yfir stöðuna á samningum sálfræðinga við Sjúkratryggingar Íslands, undirbúning þeirra og fundi sem vinnuhópur sálfræðinga hefur átt í ráðuneyti heilbrigðismála. Það var rætt á fundinum að það sé mjög mikilvægt að vinna áfram að þessu máli og sá samningur sem settur var fram einhliða af hálfu Sjúkratrygginga sé óásættanlegur og vonandi hugsi sálfræðingar sig vel um áður en þeir fara á slíkan samning áður en hann hefur verið unninn betur.

Einnig fór Kristbjörg Þórisdóttir yfir stöðuna á sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni. Farið var yfir þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað, þær áskoranir sem sálfræðingar í heilsugæslunni hafa staðið frammi fyrir undanfarið ár og þá framtíðarsýn sem er um þessa mikilvægu uppbyggingu.

Inga Hrefna Jónsdóttir fór yfir þá vinnu sem hefur átt sér stað vegna sérfræðiviðurkenningar og fyrirhugaðan vinnudag um sérfræðiviðurkenninguna sem verður haldinn þann 9. júní n.k. Allir áhugasamir eru hvattir til að taka daginn frá.

Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir kynnti að lokum sérnám í hugrænni atferlismeðferð sem fer af stað næstkomandi haust 2023. Hún kynnti afar metnaðarfulla og áhugaverða dagskrá um vinnustofur hvoru tveggja varðandi klíníska barnasálfræði og klíníska fullorðinssálfræði.

https://endurmenntun.is/namsbrautir/5525H23

Efnistök fundarins og góðar umræður bera þeim krafti sem er í starfi félags sérfræðinga gott vitni og þá spennandi vinnu sem framundan er.

Við í stjórninni þökkum félagsfólki góðan fund!

Inga Hrefna Jónsdóttir

Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir

Kristbjörg Þórisdóttir

Solveig Jonsdottir

Fimm stöður sérfræðinga í klínískri sálfræði á LSH og nýr yfirsálfræðingur

Kæru félagar. Þau tímamót urðu núna eftir áramótin að auglýst var eftir 5 sérfræðingum í klínískri sálfræði í jafnmargar stöður sérfræðinga við sálfræðiþjónustu Landspítalans. Nú er orðið ljóst hvaða sálfræðingar voru ráðnir í þessar stöður en það eru klínísku sérfræðingarnir Solveig Erna Jónsdóttir, Sólveig Fríða Kjærnested, Hjördís Björg Tryggvadóttir, Berglind Brynjólfsdóttir og Drífa Björk Guðmundsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með stöðurnar og hlökkum til að heyra meira frá sérfræðingsstöðugildum á LSH á næsta félagsfundi okkar 22. mars en þá mun Berglind Guðmundsdóttir yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu LSH fræða okkur betur um þessar stöður. Berglind lætur af störfum um mánaðarmótin og Erla Björg Birgisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði tekur við sem yfirsálfræðingur. Við óskum Erlu Björgu líka til hamingju með sína stöðu og þökkum Berglindi ómetanlegt starf í þágu sérfræðinga í klínískri sálfræði.

Næsti félagsfundur FSKS

verður haldinn miðvikudaginn 22. mars 2023 kl 16:30 í samkomusalnum á LSH-Kleppi. Athugið að þetta er viku seinna en áður var auglýst!

Á fundinum munum við fara yfir stöðu mála varðandi samninga við SÍ, rætt verður um stöðuna í sálfræðiþjónustu Heilsugæslunnar, vinnudagur um sérfræðiviðurkenninguna kynntur og Berglind Guðmundsdóttir yfirsálfræðingur LSH mun fræða okkur um stöður sérfræðinga við geðdeild LSH sem voru nýverið auglýstar til umsóknar.