Forsíða Prentvæn útgáfa

Listi yfir félaga í FSKS, 15 apríl 2016, sjá undir ,Aðsent efni'

FÉLAG SÉRFRÆÐINGA Í KLÍNÍSKRI SÁLFRÆÐI (FSKS) er sjálfstætt fagfélag. Skilyrði fyrir þátttöku í félaginu er að viðkomandi hafi fengið samþykki nefndar um sérfræðileyfi sálfræðinga og hlotið viðurkenningu Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytisins í klíniskri sálfræði eða í fötlunarsálfræði.

Verkefni sérfræðinga í klínískri sálfræði eru meðal annars:

  • Að veita einstaklings- og hópmeðferð við ýmsum sálrænum vandkvæðum og persónubundnum þáttum eins og við kvíða, fælni og þunglynd.
  • Annast meðferð og ráðgjöf vegna þroska-, hegðunar- og aðlögunarvanda barna.
  • Hjálpa einstaklingum til að vinna úr erfiðri lífsreynslu og fortíðarvanda.
  • Veita hjónameðferð og skilnaðarráðgjöf og vinna með vanda í fjölskyldum.
  • Leiðbeina fólki í atvinnulífinu við að taka ákvarðanir, vinna úr togstreitu og byggja upp sjálfsöryggi í starfi.
  • Sinna handleiðslu og menntun fagfólks.
  • Veita sérfræðiálit um málefni á sviði klínískrar sálfræði.
  • Framkvæma sálfræðilegar greiningar á börnum og fullorðnum þar sem meðal annars er stuðst við sálfræðileg próf.
  • Sinna rannsóknum og fræðastörfum.
  • Sérfræðingar í klínískri taugasálfræði annast greiningu og endurhæfingu einstaklinga með heilasjúkdóma, heilaáverka og ýmis þroskafrávik.

 

Fundur FSKS í Norræna Húsinu, 2009